
Jólakötturinn í Salnum í Kópavogi
JÓLAKÖTTURINN & DULARFULLA KISTAN er litrík og töfrandi jólasýning fyrir alla fjölskylduna. Í þetta sinn rambar Jólakötturinn óvænt inn í Salinn í Kópavogi. Þvert á þjóðtrú kemur í ljós að hann er besta skinn, þó að hann sé smá prakkari.
Hann ætlar að segja börnunum fallega jólasögu, en skyndilega heyrast undarlegar raddir og óhljóð úr dularfullri kistu. Þá fer Jólakötturinn að ókyrrast og í ljós kemur hann hefur framið prakkarastrik í Grýluhelli með þeim afleiðingum að allir í hellinum missa jólagleðina og jólunum það árið er aflýst.
Fullur iðrunar vill Jólakötturinn gera allt til að bjarga jólunum. Með hjálp barnanna í Salnum hefst ævintýraleg ferð til að færa hinn sanna jólaanda aftur í Grýluhelli.
Sýningin sameinar frumsamda tónlist, brúðuleik og litrík töfrabrögð. Börnin taka virkan þátt úr sætum sínum og skapa þannig ógleymanlega skemmtun fyrir alla aldurshópa.
Lengd leikverksins er 40 mínútur
Sýningin verður sýnd 30.nóvember 2025 í Salnum í Kópavogi.

Jólakötturinn í leikskólum
Hvernig væri að fá jólaköttinn í leikskólann þinn?
Sýningin er afar meðfærileg og hefur verið aðlöguð að yngstu aldurshópum. Þannig hentar hún vel sem jólasýning í leikskólanum eða sem jólaskemmtun hjá fyrirtækjum.
Lengd leikverksins er 25 mínútur.
Hægt er að bóka sýningu hér á síðunni eða með tölvupósti á jol@kotturinn.is

Um Inga Hrafn
Ingi Hrafn er leikari með áralanga reynslu af því að búa til barna- og skemmtiefni.
Hann hefur leikið í fjölmörgum barnasýningum fyrir leik- og grunnskóla og er stofnandi leikhópsins Vinir. Ásamt því hefur hann leikstýrt, samið leikverk og skrifað barnabækur.
Barnamennig hefur ætíð verið honum hugleikin og hann hefur mikinn metnað fyrir því að miðla fallegum verkum með góðum boðskap til barna og ungmenna.
